Aflarinn
Notkunarskilmálar Aflarans
1. gr.
Notkunargjald
Fyrir aðgang að hugbúnaði og þjónustulausn Aflarans (hér eftir: hugbúnaðurinn) greiðir notandi mánaðargjald í samræmi við gjaldskrá Aflarans á hverjum tíma. Gegn greiðslu mánaðargjalds fær notandi aðgang að hugbúnaði Aflarans og er því ætlað að standa straum af notkun, rekstri, þjónustu og hýsingu. Reikningar Aflarans skulu vera í samræmi við þjónustuleið notanda og gefnir út samkvæmt gildandi reglum. Greiði notandi ekki reikninga á eindaga áskilur Aflarinn sér rétt til að innheimta hæstu mögulegu dráttarvexti frá gjalddaga.
2. gr.
Breytingar á gjaldskrá
Gjaldskrá Aflarans er bundin vísitölu neysluverðs og er hún uppfærð til samræmis við vísitöluna í lok hvers ársfjórðungs. Geri Aflarinn breytingar á gjaldskrá sinni umfram vísitölubreytingar skal það tilkynnt notendum með minnst 30 daga fyrirvara.
3. gr.
Ábyrgð
Aflarinn ber enga ábyrgð gagnvart notendum og starfsemi þeirra. Aflarinn gefur aðeins kost á hugbúnaði sem er ætlaður til að einfalda skil á afladagbók. Misbrestur notenda á lagaskyldum sínum er Aflaranum óviðkomandi.
4. gr.
Notkun
Notendum er aðeins heimilt að nota hugbúnað Aflarans með hefðbundnum hætti. Hugbúnaðurinn er hugverk sem Aflarinn einn hefur heimild til að ráðstafa.